Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Kjánalegasta ákvörðun ísl. íþróttasögu

Mynd með færslu
 Mynd:

Kjánalegasta ákvörðun ísl. íþróttasögu

27.10.2014 - 13:23
„Það er eitt af undrum íslenskrar íþróttasögu hvernig okkur tókst að kjafta íslensku glímuna inn á Ólympíuleikana 1912 í Stokkhólmi sem fullgilda sýningargrein."

Þetta kemur fram í pistli Stefáns Pálssonar sagnfræðings sem fjallaði um glímu og aðrar furðulegar sýningaríþróttir á Ólympíuleikum í sínum fyrsta pistli í pistlaröðinni Moltuhaugur íþróttasögunnar, sem heyrist á laugardögum í íþróttaþættinum Maður á mann á Rás 1.

Og Stefán segir:

„...og enn merkilega er hvernig Íslendingum tókst að skæla það út að glíma yrði föst sýningargrein á Ólympíuleikunum, væntanlega með það fyrir augum að fá fulla aðild í fyllingu tímans. Og þrátt fyrir að Heimsstyrjöldin fyrri yrði til þess að fresta Ólympíuleikum um 8 ár, ætlaði Ólympíunefndin að standa við orð sín og hafa glímukeppni á dagskránni í Antwerpen 1920.

En þá tóku íslenskir íþróttaforkólfar mögulega kjánlalegustu ákvörðun sína í sögunni. Þegar búið var að ganga frá þátttöku glímumannanna í Antwerpen þá bárust fréttir af því að danski kóngurinn ætlaði að heimsækja Ísland þetta sama sumar. Íþróttaforystan ákvað að mikilvægara væri að geta boðið kóngnum upp á sýningakeppni bestu glímukappanna, eins og hann gæti mögulega séð muninn, og afboðaði sig á Ólympíuleikana, sem aldrei aftur ljáðu máls á að taka inn þetta skringilega sport karlmanna í sokkabuxum með belti. Og svo fór að lokum að kóngurinn þurfti að fresta ferðinni og heimsótti Ísland ekki fyrr en ári síðar."