Kjálki búrhvals, sem rak á land í Beruvík í þjóðgarðinum á Snæfelllsnesi og sagt var frá í fréttum í gær, hefur verið sagaður af dýrinu. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur kom að hræinu í morgun og þá var búið að hirða hálfan kjálkann og hvaltennurnar þar með.