Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Kísilmálmverksmiðja gangsett

13.11.2016 - 18:36
Mynd með færslu
 Mynd: United Silicon - Aðsend mynd
Fyrsta kísilmálmverskmiðjan á Íslandi var gangsett í dag þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setti ljósbogaofn verksmiðjunnar af stað. Kísillinn er framleiddur í þeim ofnum.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon að fyrsta áfanga byggingar verksmiðjunnar í Helguvík hafi lokið í ágúst. Síðan þá hafi framleiðslubúnaður verið prófaður og gagnsetning kísilmálmframleiðslu undirbúin. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV