Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kínverjar vilja kaupa jörðina Kárhól

08.05.2013 - 12:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Kínverska heimskautastofnunin í Shanghai hefur átt í viðræðum við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Þingeyinga og Arctic Portal um að félögin sameinist um að kaupa jörðina Kárhól í Reykjadal og leigja hana heimskautastofnuninni.

Vilja rannsaka norðurljósin

Þar verði stundaðar norðurljósarannsóknir og byggð upp 400 fermetra alþjóðleg rannsóknarstöð. Þorsteinn Gunnarsson, hjá Rannsóknarmiðstöð Íslands, Rannís, hefur farið fyrir norðurslóðasamstarfi Íslands við Kína.

Ríkisstofnun sem má ekki fjárfesta erlendis

Hann sagði í samtali við fréttastofu að heimskautastofnunin væri ríkisstofnun og mætti þar af leiðandi ekki fjárfesta í öðrum löndum. Í fyrra undirrituðu utanríkisráðherrar Kína og Íslands rammasamning um norðurljósasamstarf og var uppbygging rannsóknarstöðvar hluti af því. Þorsteinn segir að jörðin Kárhóll í Reykjadal sé vel staðsett fyrir slíkar rannsóknir en í fyrstu hafi Svartárkot í Bárðardal komið til greina.

Akureyri vikublað greindi fyrst frá þessu.