Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Kindum bjargað úr djöfullegu veðri

10.09.2012 - 22:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Björgunarsveitarfólk Norðanlands hefur í dag og í kvöld aðstoðað bændur í Reykjadal, Bárðardal og Mývatnssveit við að grafa rollur úr fönn.

Hlini Gíslason, bóndi í Svartárkoti, segir tugi kinda hafa komist í hús hjá sér, enn sé þó veður djöfullegt og óvíst hvernig féi sem ekki fannst muni farnast í nótt. Hann segir þetta ekki vera óskastöðu hjá bændum. Þegar birti í fyrramáli muni búalið á svæðinu huga að búfénaði.