Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kielsen nýr formaður Siumut

18.10.2014 - 17:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Kim Kielsen var í dag kjörinn nýr formaður Siumut-flokksins á Grænlandi. Kielsen fékk 44 af 65 atkvæðum á sérstökum landsfundi flokksins í Nuuk í dag. Kielsen er leiðtogi grænlensku heimastjórnarinnar. Hann tók við því embætti, og nú formennsku í Siumut-flokknum, af Alequ Hammond.

Hún sagði af sér af sér fyrsta október í kjölfar ásakana um spillingu. Greint var frá úrslitum formannskjörsins á vef grænlenska ríkisútvarpsins.