Keppa í Lego tækni- og hönnunarkeppni

01.02.2014 - 09:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 150 grunnskólanemendur á aldrinum 10-15 ára taka þátt í tækni-og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, FIRST LEGO League, sem fram fer í Háskólabíói í dag. Þetta er í áttunda sinn sem keppnin er haldin hér á landi.

Fjórtán lið víðsvegar að af landinu taka þátt og hafa þau unnið úr upplýsingum um rannsóknarverkefnið sem þau fengu sendar í nóvember. 

Í tilkynningu kemur fram að markmið keppninnar sé að blása ungu fólki í brjóst löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda.  Keppninni er á hverju ári valið ákveðið þema, sem að þessu sinni er náttúruöfl.  Á meðal þess sem keppendur þurfa að gera er að forrita vélmenni úr tölvustýrðu LEGO-i til að leysa tiltekna þraut sem tengist þema keppninnar.

Liðið sem sigrar gefst kostur á að keppa á Evrópumóti First Lego League sem verður á Spáni í lok maí. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi