Mynd: RUV

Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.
Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, telur vel koma til greina að innheimta komugjöld af ferðamönnum, bílastæðagjöld og fleiri gjöld til þess að mæta auknum kostnaði vegna fjölgunar þeirra, án þess að íþyngja greininni of mikið.
Umhverfisráðherra er bjartsýnn á Degi íslenskrar náttúru að náttúrverndarlög verði afgreidd frá Alþingi á þessu hausti og taki gildi 15. nóvember næstkomandi.
Sigrún leggur einnig fram innviðafrumvarp sem er landsáætlun um uppbyggingu innviða í þágu náttúruverndar á ferðamannastöðum. Þar er til framtíðar litið og allir viðkvæmir staðir kortlagðir.
Ráðherra segir að hingað til hafi hið opinbera lagt sitt af mörkum til að fjölga komu ferðamanna hingað til lands. Nú sé greinin hins vegar komin vel á veg og því sé eðlilegt að hið opinbera velti fyrir sér hvort greinin geti skilað meiru í þjóðarbúið.
Nánar er rætt við Sigrúnu í spilaranum hér að ofan.