Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Kemst ekki heim fyrir jól

23.12.2010 - 16:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Litli drengurinn sem fæddist á Indlandi fyrir rúmum mánuði og Alþingi veitti íslenskan ríkisborgararétt í síðustu viku, er enn vegabréfslaus og kemur ekki til Íslands fyrir jól.

Indversk staðgöngumóðir fæddi drenginn fyrir íslensk hjón og en staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi. Einar Þór Færseth, faðir drengsins, segist ósáttur við afgreiðslu íslenskra stjórnvalda á máli þeirra og segir skelfilegt að vera fastur með barnið á Indlandi.

Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist útgáfa vegabréfs fyrir litla drenginn helst stranda á því að ekki liggi fyrir löglegir pappírar sem sýni hver fari með forræði barnsins. Indverska staðgöngumóðirin er gift og samkvæmt alþjóðlegum lögum telst eiginmaður hennar faðir barnsins þar til sýnt hefur verið fram á annað. Liðsinni indverskra stjórnvalda þurfi til að upplýsa það.

Utanríkis- og dómsmálaráðuneytið hafa haft samráð vegna málsins en niðurstaða liggur ekki fyrir.