Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Kaupendur að Liverpool fundnir?

Mynd með færslu
 Mynd:

Kaupendur að Liverpool fundnir?

05.10.2010 - 22:25
Að sögn bresku Sky-sjónvarpsstöðvarinnar hefur stjórn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool samþykkt tvö tilboð sem hafa borist í félagið.

Annað tilboðið er sagt vera frá eigendum bandaríska hafnaboltaliðsins Boston Red Sox, en hitt er sagt vera komið frá Asíu.  Liðið hefur verið til sölu undanfarna mánuði, en eigendunum, Bandaríkjamönnunum Tom Hicks og George Gillett, liggur á nú, því eftir tíu daga gjaldfalla há lán þeirra hjá konunglega skoska bankanum.  Ef þeir geta ekki greitt þau á réttum tíma tekur bankinn völdin í félaginu.