Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Katrín Tanja tryggði sig inn á heimsleikana

Mynd með færslu
 Mynd: CrossFit Games 2015 - CrossFit Inc.

Katrín Tanja tryggði sig inn á heimsleikana

03.02.2019 - 10:30
Hreystikonan Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði í gær farseðil sinn á heimsleikana í crossfit sem fara fram í Wisconsin í Bandaríkjunum í ágúst. Það gerði Katrín með því að vinna Fittest in Cape Town-mótið í Höfðaborg í Suður-Afríku í gær.

Mótið hófst á fimmtudag en Katrín Tanja náði forystunni strax á fyrsta degi. Hún vann alls fjórar greinar af tíu í keppninni en hún hélt forystunni allt til loka og stóð því uppi sem sigurvegari með 856 stig. Í öðru sæti voru Mia Åker­lund frá Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um og Al­ess­andra Pichelli frá Ítal­íu með 802 stig hvor.

Katrín Tanja vann heimsleikana árin 2015 og 2016 en hún hlaut brons þegar hún lenti í þriðja sæti í fyrra. Annie Mist Þórisdóttir vann leikana 2011 og 2012 en hún lenti í fimmta sæti á síðasta ári. Þá var Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir einnig á meðal keppenda á leikunum í fyrra en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla.