Katrín og Pence hittast í Keflavík

04.09.2019 - 12:03
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er í heimsókn á Íslandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli vegna heimsóknarinnar. Pence hefur hitt bæði Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi Pence svo húsið.

Pence fundar í kvöld á Keflavíkurflugvelli, meðal annars með Guðlaugi Þór og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Mynd: RÚV / RÚV
 
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi