Katrín Jakobsdóttir öflug í spretthlaupi

Mynd: RÚV / RÚV
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er viðmælandi Ingileifar Friðriksdóttir í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa?

Katrín og Ingileif fara saman út að skokka á Ægisíðu en þangað reynir Katrín að fara tvisvar í viku til að hreyfa sig. 

Þær ræða stefnu Vinstri grænna í húsnæðismálum og menntamálum en Katrín segir það mikið áhyggjuefni hversu langt undir fjárframlögum OECD-ríkjanna Ísland er, varðandi háskólana í landinu. 

Þetta er áttundi þátturinn af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? en um er að ræða netþætti sem birtast fram að kosningum. Þrír fulltrúar flokkanna eru eftir en það eru þau Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn, Þorvaldur Þorvaldsson frá Alþýðufylkingunni og Þorsteinn Sæmundsson frá Miðflokknum. Þættirnir birtast á vefnum og Facebooksíðu RÚV í fyrri hluta þessarar viku. 

Rannsóknir sýna að áttatíu prósent ungs fólks ákveður ekki hvað það ætlar að kjósa fyrr en síðustu vikuna fyrir kosningar. Þættirnir Hvað í fjandanum á ég að kjósa? sýna vegferð Ingileifar til að komast að því hvernig hún hyggst verja atkvæði sínu í komandi alþingiskosningum. 

ingileif's picture
Ingileif Friðriksdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi