Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kaþólskir prestar níddust á heyrnarlausum börnum

epa08025009 Italian priest Nicola Corradi (R), leaves a hearing at the Collegiate Criminal Court No. 2 in Mendoza, Argentina, 25 November 2019. The Argentine Justice imposed sentences of 42 and 45 years in prison to the priests Nicolas Corradi and Horacio Corbacho, respectively; and 18 years to gardener Armando Gomez for sexual abuse of students with hearing impairment in an institute in the province of Mendoza.  EPA-EFE/DIEGO PARES
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Tveir kaþólskir prestar í Argentínu voru í gær dæmdir fyrir nauðgun og kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum börnum í skóla á vegum kirkjunnar. Brotin voru framin á árunum 2004 til 2016.

Horacio Corbacho var dæmdur í 45 ára fangelsi og Nicola Corradi hlaut 42 ára dóm. Corradi, sem er á níræðisaldri, er ítalskur prestur. Hann hefur áður verið til rannsóknar vegna gruns um kynferðisafbrot í kaþólskum skóla í Verona á Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar. Hann var aldrei ákærður fyrir þau. Þriðji maðurinn var einnig dæmdur vegna kynferðisbrotanna í Argentínu. Garðyrkjumaður skólans, Armando Gomez, fékk 18 ára dóm. Ekki er hægt að áfrýja dómunum að sögn BBC.

Málið er eitt fjölmargra sem snúa að prestum kaþólsku kirkjunnar víða um heim. Tugir mála hafa komið á yfirborðið í Argentínu undanfarin ár vegna barnaníðs presta og annarra starfsmanna kirkjunnar. Þetta mál vakti þó sérstaklega mikinn óhug. Fórnarlömb prestanna greindu frá því að þeim hafi verið bannað að nota táknmál sem börnum, svo þau gætu ekki greint frá glæpunum.

Það var ekki fyrr en árið 2011, í tíð Benedikts páfa, sem biskupum var gert að beina ábendingum vegna gruns um barnaníð til lögreglu. Fram til þess tíma átti að beina öllum slíkum ábendingum áfram til Vatíkansins. Frans páfi kallaði svo eftir ákveðnum aðgerðum þegar hann var kjörinn árið 2013. Hann skrifaði bréf til allra í kaþólsku kirkjunni í ágúst í fyrra þar sem hann fordæmdi kynferðisafbrot presta og krafðist þess að yfirhylmingu yfir glæpi þeirra yrði hætt.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV