Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Katarar auka gasvinnslu um 30%

04.07.2017 - 07:35
Erlent · Katar
epa04078799 An aerial view of high-rise buildings emerging through fog covering the skyline of Doha, as the sun rises over the city, in Doha, Qatar, 15 February 2014.  EPA/YOAN VALAT
Doha í Katar. Mynd: EPA
Stjórnvöld í Katar tilkynntu í morgun að gasvinnsla yrði aukin um 30% á næstu árum. Aukningin nemur um eitt hundrað milljónum tonna af gasi. Katar er fjórði stærsti framleiðandi jarðgass í heimi, þrátt fyrir að landið sé aðeins tíundi hluti af flatarmáli Íslands og íbúarnir innan við þrjár milljónir.

 

Katar er á skaga í Persaflóa og tengist meginlandinu með landamærum að Sádi-Arabíu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu og nokkrum öðrum grannríkjum Katar, slitu öllum samskiptum við Katar fyrir tæpum mánuði síðan og lokuðu nær alveg fyrir vöruflutninga og flug til og frá Katar. Að sögn var þetta gert vegna stuðnings Katara við hryðjuverkasamtök.