Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Kastljós í kvöld: Símtal Davíðs og Geirs

19.10.2016 - 13:45
epa01509669 An undated handout made available on 04 October 2008 shows the headquarters of Icelandic bank Kaupthing in Reykjavik, Iceland. According to reports on 04 October 2008 following rumours that Icelandic bank Kaupthing, which also owns the British
 Mynd: EPA - Kaupþing
Endurrit úr símtali þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs H Haarde og eiðsvarinn vitnisburður starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að símtalinu, varpar nýju ljósi á aðdraganda umdeildrar 75 milljarða króna lánveitingar ríkisins til Kaupþings sama dag og neyðarlögin voru sett. Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld.

Í þættinum koma meðal annars fram ítarlegri upplýsingar en áður um hvað forsætisráðherra og Seðlabankastjóra fór á milli í hádeginu þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Svo og áhyggjur og vísbendingar um að upplýsingum um hvað til stóð hefði verið lekið út úr Seðlabankanum.

Þar segir Geir H Haarde að enginn forsætisráðherra – sama hver það sé – eigi að sæta því að embættismenn ríkisins hljóðriti samtal við hann án hans vitundar. Starfsmaður Seðlabankans segir það rangt sem Davíð Oddson hefur haldið fram, að símtal Davíðs við Geir hafi verið hljóðritað fyrir tilviljun.

Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld strax að loknum fréttum.