Endurrit úr símtali þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs H Haarde og eiðsvarinn vitnisburður starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að símtalinu, varpar nýju ljósi á aðdraganda umdeildrar 75 milljarða króna lánveitingar ríkisins til Kaupþings sama dag og neyðarlögin voru sett. Fjallað verður um málið í Kastljósi í kvöld.