Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti á blaðamannafundi með Barack Obama í Hvíta húsinu í kvöld, að hann hyggðist stíga til hliðar á næsta ári eins og afgönsk lög gera ráð fyrir. Hann sagðist ekki ætla að standa í vegi fyrir að eftirmaður hans yrði kjörinn í lýðræðislegum kosningum.