Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Karzai ætlar að hætta 2014

11.01.2013 - 19:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Hamid Karzai, forseti Afganistans, tilkynnti á blaðamannafundi með Barack Obama í Hvíta húsinu í kvöld, að hann hyggðist stíga til hliðar á næsta ári eins og afgönsk lög gera ráð fyrir. Hann sagðist ekki ætla að standa í vegi fyrir að eftirmaður hans yrði kjörinn í lýðræðislegum kosningum.

Karzai sagði við blaðamenn að hans stærsti sigur yrði að fylgjast með afgönsku þjóðinni kjósa sér nýjan forseta í vel skipulögðum og frjálsum kosningum. Karzai var fyrst kjörinn forseti 2004 og svo endurkjörinn 2009. Hins vegar var Karzai sakaður um kosningasvindl í þeim báðum og þá fóru kosningarnar fram í skugga stríðsátaka milli Nato-herliðsins og Talíbana.