Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Karlmaður slasaðist í fallhlífarstökki

28.06.2014 - 16:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlmaður á þrítugsaldri slasaðist í fallhlífarstökki við flugvöllinn á Hellu rétt eftir klukkan 14 í dag. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

 Samkvæmt vakthafandi lækni er manninum haldið sofandi en líðan hans er stöðug.   Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Selfossi og Lögreglunni á Hvolsvelli. Samvæmt lögreglunni á Hvolsvelli var maðurinn  í hópi fallhlífastökkvara og slasaðist við lendingu.