Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Karlkyns læknar með hærri laun

28.05.2014 - 06:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Karlar sem starfa á Landspítalanum fá greidd hærri laun en konur. Að meðaltali voru grunnlaun þeirra 3,7 prósentum hærri en kvenna og voru heildarlaunin um 11,6 prósentum hærri. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Munurinn er mestur meðal lækna, en kvenkyns læknar eru einungis með um 80 prósent af grunnlaunum karlkyns lækna árið 2012 og aðeins 60 prósent af yfirvinnulaunum þeirra. Sólveig Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið segir að muninn þurfi að útskýra.