Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Karlar hækka í launum ólíkt konum

07.12.2011 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Laun kvenna í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga hafa lækkað í fyrsta sinn og er lækkunin 1,9 prósent. Á sama tíma hækkuðu laun karla um 1,7 prósent. Gerða Björg Hafsteinsdóttir, formaður Kjaranefndar Félagsins viðskiptafræðinga og hagfræðinga, segir að niðurstaðan komi á óvart.

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga gerir kjarakönnun árlega og hafa laun viðskiptafræðinga og hagfræðinga hafa hækkað á hverju ári síðan félagið hóf að gera kjarakannanir árið 1997. Niðurstöður þessarar könnunar sýna að launin hækka mun minna en áður eða um 0,7 prósent. Tæplega tuttugu prósent félaga tóku þátt í könnuninni.