Kardimommubærinn hættulegur börnum

Mynd með færslu
 Mynd:

Kardimommubærinn hættulegur börnum

09.01.2013 - 19:30
Kardimommubærinn eftir Thorbjörn Egner er beinlínis hættulegur börnum, elur á hægri öfgum, kvenfyrirlitningu og fordómum. Þetta segir sænski leikstjórinn Sofia Jupither sem leggur til að verkum Egners verði útrýmt.

Thorbjörn Egner hefur verið í brennidepli að undanförnu bæði hér og í Noregi. Í fyrra voru 100 ár frá fæðingu hans. Í norska blaðinu Aftenposten finnur Jupither Kardimommubænum allt til foráttu. 

http://www.aftenposten.no/kultur/Sofia-Jupither---Overrasket-over-at-Egn...

Stefán Jónsson, leikstjóri og prófessor við leiklistar- og dansdeild Listaháskóla Íslands segir að það sé tilgangur leikhússins að spegla leikverk með augum samtímans, en honum finnst Jupither ganga of langt.