Kanye West hrasar inn í óperuheiminn með látum

Recording artist Kanye West attends The Fashion Group International's annual "Night of Stars" gala at Cipriani Wall Street on Thursday, Oct. 24, 2019, in New York. (Photo by Evan Agostini/Invision/AP)
 Mynd: EPA - AP

Kanye West hrasar inn í óperuheiminn með látum

26.11.2019 - 16:41

Höfundar

Kanye West er ekkert óviðkomandi. Hann frumsýndi fyrstu óperuna sína á sunnudag en tilraun hans til að stíga inn heim klassískrar tónlistar var langt í frá vel heppnuð.

Kanye West frumsýndi óperuna Nebuchadnezzar í Hollywood Bowl á sunnudagskvöld, einungis mánuði eftir útgáfu nýrrar gospelplötu sem ber heitið Jesus is King.

Óperuverkið byggir hann á biblíusögu úr gamla testamentinu og það vantaði sem fyrr ekki upp á metnaðinn hjá West. Á sviðið stigu meira en hundrað manns, þar af stór hópur dansara, hljómborðsleikara, trommara, strengjahljóðfæraleikara og kór, auk aðalleikarans, rapparans Sheck Wes. Leikstjórn var í höndum Vanessu Beecroft, sem hefur margoft unnið með West.

Verkið tók 50 mínútur í flutningi – eða rétt tæpan helming þess tíma sem gestir Hollywood Bowl þurftu að bíða eftir að sýningin hæfist. Áður en leikar hófust mátti sjá sviðsmenn hlaupa um í óðagoti að leggja lokahönd á sviðsmyndina. Söngvararnir virtust heldur ekki hafa fengið nægan tíma til að undirbúa sig og sáust þeir glugga í glósublöð meðan á verkinu stóð. Kanye West stóð svo utan sviðs allan tímann og þuldi upp í hljóðnema vers úr undirstrikaðri Biblíu með leikrænum tilburðum meðan dansarar túlkuðu orð hans.

Úr óperu Kanyes West, Nebuchadnezzar.
 Mynd: Tidal
Óperan var í beinni útsendingu á streymiveitunni Tidal.

Áhuginn fyrir uppsetningu West virtist heldur ekki vera mikill. Miðaverð á sýninguna hrapaði úr 150 dölum niður í 20, eða úr rúmum 18 þúsund krónum niður í  2500 krónur, eftir því sem nær dró frumsýningardegi. Samkvæmt USA Today var salurinn, sem tekur 17.500 miða í sæti, vel setinn en ekki höfðu allir næga þolinmæði til að bíða eftir að verkið hæfist.

Í umfjöllun New York Times segir einfaldlega að óperan sé alls ekki góð. Blaðamaður Guardian segir hana gríðarstórt og kjánalegt uppátæki. Tónlistartímaritið Rolling Stone er ögn jákvæðara og segir umfang verksins vekja eftirtekt, það sé óreiðukennt en djarft.

Tengdar fréttir

Trúarbrögð

Guðspjallið skrifar guðspjallamaðurinn Kanye West

Tónlist

Hugsanamótandi afl gengur guði á hönd

Popptónlist

Sunnudagsmessa Kanye West á Coachella

Tónlist

„Kanye West veiddi Paul McCartney í gildru“