Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Kántrýbær til sölu

24.01.2014 - 12:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Veitingastaðurinn Kántrýbær á Skagaströnd er til sölu. Þetta hefur mbl.is eftir Gunnari Halldórssyni, sem rekur staðinn með eiginkonu sinni, Svenný Hallbjörnsdóttur.

Gunnar segir þau langi að breyta til. Fyrst um sinn verði reksturinn seldur og húsið leigt út, en sala á því skoðuð í framhaldinu.

Reksturinn hafi gengið ágætlega, góð sala hafi verið í sumar og á veturna sjái þau um matinn fyrir skólabörn.