Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Kántrípoppdrottning og vetrarsvali í rvk.

22.02.2016 - 10:07

Höfundar

Í Rokklandi sunnudaginn 21. febrúar kynnumst við kántrípoppstjörnunni Taylor Swift sem hlaut á dögunum Grammy verðlaun fyrir plötu ársins í annað sinn, 26 ára gömul. Og svo er það Sónar Reykjavík sem haldin er núna um helgina í þriðja sinn.

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift er búin að vera að ryðja braut fyrir kynsystur sínar síðan hún var lítil stúlka með stóra drauma. Í dag er hún 26 ára gömul og búin að vinna til Grammy verðlauna fyrir "plötu ársins" tvisvar sinnum. Það er met, en aðeins eitt af fjölmörgum metum sem hún hefur sett á undanförnum árum. Í Rokklandi vikunnar kynnumst við þessari ungu hæfileikaríku konu.

Tónlistarhátíðin Sónar-Reykjavík fór fram um helgina í fjórða sinn, þriggja daga tónlistarhátíð sem fór fram á fimm sviðum í Hörpu dagana og á meðal þeirra sem spiluðu og sungu voru; Angel Haze, Páll Óskar, Reykjavíkurdætur, The Black Madonna, Vök, Zebra Katz, Boys Noize, Úlfur Úlfur, Hudson Mohawke, !!!, Annie Mac, GKR, Bjarki, Kiasmos, President Bongo úr GusGus, Apparat Organ Quartet og Squerpusher.

Hátíðin fór fram í Silfubergi, Norðurljósum, HörpuHorni, Kaldalóni þar sem boðið var upp á sitjandi tónleika og bílakjallara hússins sem breytt var í næturklúbb.

Ég ræði við Eldar Ástþórsson einn af aðstandendum hátíðarinnar í þættinum og fylgi síðan Reykjavíkurdætrum inn á svið.

Úrlsitakvöld Söngvakeppninnar 2016 kemur líka aðeins við sögu sem og ný músík með fólki á borð við Enya, Viola Beach, Jake Bugg ofl.

Rokkland er á dagskrá alla sunnudaga kl. 16.05 og endurtekið á þriðjudagskvöldum kl.22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Ástin sökkar - gleðilegan Valentínus

Popptónlist

Blakka stjarnan fylgdi Guði á Twitter

Popptónlist

Skrýmsli og frumkvöðlar dansa líka

Popptónlist

Hann dó eins og hann lifði...