Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Kaffibarinn vinsælli en Sigmundur Davíð

26.11.2013 - 18:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Jafnoft er leitað að upplýsingum á Google um hljómsveitina Of Monsters and Men og um Ísland. Þetta sýnir verðmæti íslenskrar tónlistar, segir tónlistarútflytjandi.

Notendur leitarvélarinnar Google, alls staðar í heiminum, leituðu 823 þúsund sinnum að „Of Monsters and Men“ að meðaltali á mánuði síðasta ár.  Jafnoft var orðið „Iceland“ slegið inn. Tekið skal fram að tölurnar ná eingöngu yfir þessi leitarorð en auðvelt er að afla sér upplýsinga um hljómsveitina eða landið með öðrum leitarorðum. Þetta kemur fram í könnun Kjartans Guðbergssonar tónlistarútflytjanda. 

„Þannig að það væri hægt að draga þá ályktun að þegar kemur að því að leita sér upplýsinga á internetinu þá séu Of Monsters And Men jafnvel orðið svipað sterkt vörumerki og Iceland. Auðvitað kannski vitum við að þetta er ekki alveg þannig en þetta er ákveðin vísbending.“

550 þúsund manns um heim allan leituðu að Bjork og Sigurrós á sama tímabili. Þá var 70 þúsund sinnum leitað að upplýsingum um Sinfóníuhljómsveit Ísland með leitarorðinu „Icelandic Symphony Orchestra,“ jafnoft og leitað var að upplýsingum um íslenskan fótbolta og handbolta til samans undir leitarorðunum „Icelandic soccer“ og„Icelandic handball.“

Síðustu tólf mánuði hefur oftar verið leitað að Dorrit Mousaieff, Kaffibarnum og Svavari Knúti en Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Og jafnoft hefur verið leitað að upplýsingum um sinfóníuhljómsveitina og um íslenskan fótbolta og handbolta samtals.