Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Kafarar leita að líkum við Hvíteyju

14.12.2019 - 15:35
Police divers prepare to search the waters near White Island off the coast of Whakatane, New Zealand, Saturday Dec. 14, 2019. A team of nine from the Police National Dive Squad resumed their search at early Saturday for a body seen in the water following Monday's volcanic eruption. (New Zealand Police via AP)
 Mynd: AP
Lögregla á Nýja-Sjálandi hefur greint frá nafni eins þeirra sem létust í eldgosinu á Hvítueyju í vikunni. Krystal Eve Browitt, 21 árs Ástrali frá Melbourne var á eyjunni með fjölskyldu sinni. Hún var meðal þeirra 15 sem staðfest er að fórust. 20 brenndust illa og eru á gjörgæsludeild. Faðir og systir Browitt eru bæði illa haldin vegna brunasára. Nafn hennar er það fyrsta sem lögregla birtir en ættingjar höfðu áður birt nöfn sumra. Kafarar á vegum lögreglu leita enn að líkum við eyjuna.

Sjórinn þar er gruggugur og aðstæður mjög erfiðar. Sex lík náðust úr sjónum í gær og voru þau send til Auckland svo bera mætti kennsl á þau. Talin er hætta á að eldfjallið gjósi að nýju. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands áréttaði í gær að því yrði að svara af hverju ferðamönnnum var leyft að fara í skoðunarferð að virku eldfjalli en einmitt nú yrði að sýna fjölskyldum hinna látnu virðingu og gæta stilllingar. 47 voru á á Hvítueyju þegar gaus, helmingur þeirra frá Ástralíu, aðrir frá Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi, Þýskalandi, Kína, Bretlandi og Malasíu.