Kafað að flaki bandarísks herskips

27.06.2011 - 18:36
Hópur kafara fór í gær niður að flaki bandarísks herskips sem liggur á 95 metra dýpi í Faxaflóanum. Íslenskir kafarar hafa aldrei áður farið svo djúpt hér við land.

Skipið heitir Alexander Hamilton var bandarískur tundurspillir, sem sökk eftir tundurskeytaárás frá þýskum kafbáti, 29. janúar, 1942. Síðan þá hefur flakið legið á botni Faxaflóans, og eftir því sem best er vitað, hefur enginn komið niður að því  þangað til í gær, þegar þrír kafarar fóru niður.


Einn af þeim Aron Daníel Arngrímsson segir að flakið sé í góðu standi. Kafararnir hafi farið í kringum flakið, en síðan haldið upp því menn hafi lítinn tíma á svona miklu dýpi.


Aron segir að ferðin niður hafi gengið betur en búist var við, en það sem tók á móti þeim var ekki aðeins skipsflak, heldur líka vot gröf um 20 sjóliða sem fórust, þegar tundurskeytið sprakk við hlið skipsins á janúardegi fyrir 69 árum.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi