Kæru landeigenda vegna Hvalárvirkjunar vísað frá dómi

09.01.2020 - 18:20
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Héraðsdómur Vestfjarða vísaði í dag frá dómsmáli sem hluti landeigenda Drangavíkur á Ströndum höfðaði síðasta sumar gegn VesturVerki ehf. og Árneshreppi.

Landeigendurnir kröfðust þess að framkvæmdaleyfi VesturVerks fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar yrði fellt úr gildi, ásamt deiliskipulagi hreppsins vegna framkvæmdanna. Landeigendur sögðu skipulag vegna virkjunarinnar byggjast á röngum landamerkjum og að hluti framkvæmda væri á þeirra landi. Árneshreppur veitti Vesturverki leyfi til að leggja 25 kílómetra veg á Ófeigsfjarðarheiði í júní. 

Í tilkynningu frá VesturVerki segir að héraðsdómur hafi talið ósannað að eigendur Drangavíkur ættu það land framkvæmdirnar miðast við. Því hafi þeir ekki lögvarða hagsmuni í málinu á grundvelli eignarréttar á svæðinu. Árneshreppi og Vesturverki voru hvoru um sig dæmdar 600 þúsund krónur í málskostnað.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi