Jörð skalf í Grindavík

Mynd með færslu
 Mynd: Alma Ómarsdóttir
Jarðskjálfti að stærð 3,3 reið yfir rúma þrjá kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan fimm í dag. Skjálftinn fannst víða í byggð, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst og hafa íbúar í Grindavík fundið fyrir mörgum þeirra.

Þetta er annar tiltölulega stóri skjálftinn við Grindavík á innan við sólarhring. Á fjórða tímanum í nótt varð skjálfti 3,0 að stærð á svipuðum slóðum og síðdegis. 

Frá því var greint á dögunum að jörð er farin að rísa á ný við Þorbjörn vegna þenslu. Landrisið er þó hægara en það sem mældist í lok janúar þótt svo það eigi sér stað á svipuðum slóðum. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að kvikusöfnun hafi tekið sig upp á ný.

Fréttin var uppfærð 18:11 og stærð skjálftans í nótt leiðrétt.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi