Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Jón Gnarr á forsíðu New York Times

26.06.2010 - 10:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Jón Gnarr Kristinsson, borgarstjóri í Reykjavík, er á forsíðu New York Times í dag, og alþjóðlegu útgáfunnar International Herald Tribune. Blaðið fjallar um sigur Besta flokksins í sveitarstjórnakosningunum hér á landi, loforð flokksins um ísbjörn í húsdýragarðinn, fíkniefnalaust alþingi og Disneyland á flugvellinum. Auk ferils Jóns sem gamanleikara meðal annars í kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Þá hefur blaðið eftir Jóni að þótt eitthvað sé fyndið, sé ekki þar með sagt að það sé ekki alvöru.