Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Jólalagatalið – Jólasveinar einn og átta

15.12.2015 - 08:00
Mynd:  / 
Út aðventuna bjóðum við upp á jólalega gullmola, gamla og nýja, úr safni RÚV sem koma okkur í hátíðarskap.

Jólalag dagsins er stutt og laggott. Fríður flokkur nemenda úr Barnamúsíkskóla Reykjavíkur syngur hér lagið „Jólasveinar einn og átta“. Meðal nemenda má sjá Björk Guðmundsdóttur, 11 ára gamla, þenja raddböndin. 

Upptakan er síðan 1976, úr Jólastundinni okkar.

Hér getið þið séð öll jólalögin sem við höfum birt.