Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna

Mynd með færslu
 Mynd: Joker

Joker með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna

13.01.2020 - 14:21

Höfundar

Kvikmyndin Joker, í leikstjórn Todd Philips með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, fær flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár. Hildur Guðnadóttir fær tilnefningu fyrir bestu tónlistina.

Joker fær alls ellefu tilnefningar til Óskarsverðlauna í ár, þar á meðal sem besta kvikmyndin, Todd Philips fyrir bestu leikstjórn, Joaquin Phoenix fyrir besta leik í aðalhlutverki og Hildur Guðnadóttir fyrir bestu frumsömdu tónlistina.

The Irishman, Once Upon a Time in Hollywood og 1917 fylgja á eftir, allar með tíu tilnefningar til verðlauna í ár. Little Women og Parasite fá sex tilnefningar.

Auk Joaquin Phonix er Brad Pitt tilnefndur sem besti karlleikarinn og Scarlett Johansson sem besta leikkonan svo dæmi séu nefnd. Cynthia Erivo er eini leikarinn sem er ekki hvítur til að verða tilnefndur í ár og einnig vekur athygli að einungis karlmenn fá tilnefningar fyrir leikstjórn. Mörgum þykir þar hafa verið gengið fram hjá Gretu Gerwig, leikstjóra Little Women. Óskarsakademíunni hefur verið legið á hálsi undanfarin ár fyrir að endurspegla ekki fjölbreytta flóru kvikmyndaiðnaðarins og nú síðast voru Bafta-verðlaunin gagnrýnd fyrir skort á fjölbreyttni

Tilnefningar í helstu flokkum eru eftirfarandi:

Besta kvikmynd

 • Ford v Ferrari
 • The Irishman
 • Jojo Rabbit
 • Joker
 • Little Women
 • Marriage Story
 • 1917
 • Once Upon a Time in Hollywood
 • Parasite

Besti leikstjóri

 • Martin Scorsese - The Irishman
 • Todd Phillips - Joker
 • Sam Mendes - 1917
 • Quentin Tarantino - Once Upon a Time in Hollywood
 • Bong Joon Ho - Parasite

Besti leikari í aðalhlutverki

 • Antonio Banderas - Pain and Glory
 • Leonardo DiCaprio - Once Upon a Time in Hollywood
 • Adam Driver - Marriage Story
 • Joaquin Phoenix - Joker
 • Jonathan Pryce - The Two Popes

Besta leikkona í aðalhlutverki

 • Cynthia Erivo - Harriet
 • Scarlett Johansson - Marriage Story
 • Saoirse Ronan - Little Women
 • Charlize Theron - Bombshell
 • Renee Zellweger - Judy

Besti leikari í aukahlutverki

 • Brad Pitt - Once Upon a Time in Hollywood
 • Al Pacino - The Irishman
 • Joe Pesci - The Irishman
 • Tom Hanks - A Beautiful Day in the Neighborhood
 • Anthony Hopkins - The Two Popes

Besta leikkona í aukahlutverki

 • Laura Dern - Marriage Story
 • Margot Robbie - Bombshell
 • Florence Pugh - Little Women
 • Scarlett Johansson - Jojo Rabbit
 • Kathy Bates - Richard Jewell

Besta handrit

 • Knives Out - Rian Johnson
 • Marriage Story - Noah Baumbach
 • 1917 - Sam Mendes and Krysty Wilson-Cairns
 • Once Upon a Time in Hollywood - Quentin Tarantino
 • Parasite - Bong Joon-ho, Jin Won Han

Besta aðlagaða handrit

 • The Irishman - Steven Zaillian
 • Jojo Rabbit - Taika Waititi
 • Joker - Todd Phillips, Scott Silver
 • Just Mercy - Destin Daniel Cretton and Andrew Lanham
 • Little Women - Greta Gerwig
 • The Two Popes - Anthony McCarten

Besta heimildarmynd í fullri lengd

 • American Factory - Julia Rieichert, Steven Bognar
 • The Cave - Feras Fayyad
 • The Edge of Democracy - Petra Costa
 • For Sama - Waad Al-Kateab, Edward Watts
 • Honeyland - Tamara Kotevska, Ljubo Stefanov

Besta teiknimynd í fullri lengd

 • How to Train Your Dragon: The Hidden World - Dean DeBlois
 • I Lost My Body - Jeremy Clapin
 • Klaus - Sergio Pablos
 • Missing Link - Chris Butler
 • Toy Story 4 - Josh Cooley

Besta frumsamda kvikmyndatónlist

 • 1917
 • Joker
 • Little Women
 • Marriage Story
 • Star Wars: The Rise of Skywalker

Besta kvikmyndataka

 • The Irishman - Rodrigo Prieto
 • Joker - Lawrence Sher
 • The Lighthouse - Jarin Blaschke
 • 1917 - Roger Deakins
 • Once Upon a Time in Hollywood - Robert Richardson

Sjá má allar tilnefningar á vef Óskarsverðlaunanna.

 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Hildur tilnefnd til Óskarsverðlauna

Tónlist

Hildur Guðnadóttir verðlaunuð af gagnrýnendum

Tónlist

Hildur tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna

Popptónlist

Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Grammy fyrir Chernobyl