Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Jimmy Carter með krabbamein

12.08.2015 - 22:04
FILE - In this July 10, 2015, file photo, former President Jimmy Carter is seen in Philadelphia. Carter announced he has been diagnosed with cancer in a brief statement issued Wednesday. (AP Photo/Matt Rourke, File)
 Mynd: AP
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er með krabbamein. Tilkynnt var um þetta í kvöld. Í yfirlýsingu segir Carter að þegar hann hafi gengist undir aðgerð til að fjarlægja lítið þykkildi í lifur sinni hafi komið í ljós að krabbamein hefði breiðs þaðan um líkama hans.

Forsetinn fyrrverandi er níræður, og hyggst gangast undir meðferð við krabbameininu.

Demókratinn Jimmy Carter var 39. forseti Bandaríkjanna. Hann sat eitt kjörtímabil frá 1977 til 1981. Hann laut í lægra haldi fyrir repúblíkananum Ronald Reagan í forsetakosningunum 1980.

Hin síðari ár hefur Carter og stofnun hans, Carter Center, barist fyrir í mannúðarmálum og tekið þátt í að miðla málum í alþjóðadeilum. Hann átti þátt í gerð samnings Bandaríkjanna og Norður-Kóreu 1994 um að stjórnvöld í Pjongjang myndu stöðva þróun kjarnorkuvopna í skiptum fyrir að byggð yrðu tvö kjarnorkuver í Norður-Kóreu til raforkuframleiðslu. Sá samningur fór út um þúfur 2002 þegar Kim Jong-il, þáverandi leiðtogi Norður-Kóreu, viðurkenni að stjórnvöld þar hefðu framleitt kjarnorkuvopn á laun síðan 1994.

Carter hefur einnig reynt að miðla málum í stríðinu í Sýrlandi og átt fundi með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þá hefur hann einnig reynt að herða baráttuna gegn alvarlegum sjúkdómum í Afríkjuríkjunum Gana, Malí og Suður-Súdan.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV