Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Jarðskjálfti skekur Púertó Ríkó

11.01.2020 - 17:19
epa08115426 General view of a destroy building in the municipality of Guanica, Puerto Rico, 09 January 2020. Government, federal agencies and associations reinforce assistance to the southwest of Puerto Rico, which is slowly recovering from the 6.4 magnitude earthquake that shook the island, the most intense in its recent history. The earthquake, according to a still provisional balance, resulted in one death, hundreds of damaged homes of varying severity and more than two thousand displaced people.  EPA-EFE/THAIS LLOrCA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Jarðskjálfti 5,9 að stærð varð í Karíbahafi rétt sunnan við Púertó Ríkó í dag með tilheyrandi tjóni. Um fimm hundruð skjálftar hafa orðið við Púertó Ríkó síðan 28. desember síðastliðinn, en landið er enn að jafna sig á fellibylnum Maríu sem skall á 2017, segir í umfjöllun CNN.

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi á Púertó Ríkó vegna jarðskjálftanna. Síðastliðinn þriðjudag varð jarðskjálfti 6,4 á stærð, en hann lagði fjölda heimila að velli, olli rafmagnstruflun og réði einn íbúa landsins af dögum. Skjálftinn í dag olli nokkrum rafmagnstruflunum en ekki hafa borist fréttir um slys á fólki.

epa08115429 General view of a destroy building in the municipality of Guanica, Puerto Rico, 09 January 2020. Government, federal agencies and associations reinforce assistance to the southwest of Puerto Rico, which is slowly recovering from the 6.4 magnitude earthquake that shook the island, the most intense in its recent history. The earthquake, according to a still provisional balance, resulted in one death, hundreds of damaged homes of varying severity and more than two thousand displaced people.  EPA-EFE/THAIS LLOrCA
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV