Jarðskjálfti rétt norðaustan við Grindavík

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð tvo kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan níu. Þetta er sá stærsti af um 80 jarðskjálftum sem mælst hafa á þessum slóðum frá miðnætti.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa engar tilkynningar borist um að fólk hafi fundið fyrir jarðskjálftanum klukkan níu. 

Land hefur risið um 4,5 sentímetra á tæpum tveimur vikum, frá 20. janúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum með GPS-tækjum. Land heldur áfram að rísa. 

Útlit er fyrir að jarðskjálftahrinan nærri Grindavík haldi áfram.

Leiðrétt 9:37 Stærð skjálftans var 3,3 en ekki 3,0.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi