Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Jarðskjálfti nærri Herðubreið

14.05.2012 - 14:42
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti af stærðinni þrír mældist vestsuðvestur af Herðubreið rétt fyrir klukkan eitt í dag. Frumniðurstöður bentu til þess að skjálftinn hefði verið 3,4 að stærð, en síðan hefur farið yfir mælingarnar.

Hann var nokkuð grunnur, eða á um 600 metra dýpi. Nokkrir smáskjálftar hafa fylgt skjálftanum, en að sögn jarðfræðings á vakt Veðurstofunnar eru þeir mjög smáir. Nokkrir skjálftar hafa mælst á þessum slóðum að undanförnu sem er ekki óvenjulegt. Engin merki um gos eða óróa er að finna á svæðinu.