Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

17.08.2012 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 varð í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Nokkrir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundið og ekki fylgir honum mikill órói, að sögn jarðvísindamanns á vakt.

Nokkuð hefur verið um skjálfta í Mýrdalsjökli í sumar og hafa þeir verið talsvert fleiri en síðasta sumar.