Jarðskjálfti af stærðinni 3,8 varð í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Nokkrir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið en engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundið og ekki fylgir honum mikill órói, að sögn jarðvísindamanns á vakt.