Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Jarðhitasvæðið hefur stækkað

28.02.2011 - 12:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Jarðhitasvæðið á Reykjanesi hefur stækkað að mati jarðeðlisfræðings og sprungum þar fjölgað eftir skjálftahrinu helgarinnar. Meira vatn kemst nú í snertingu við heitt berg.

Ólafur Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og forstjóri Íslenskra orkurannsókna, segir að erfitt sé að segja fyrir um það hvort jarðskjálftahrinan við Krýsuvík muni halda áfram næstu daga. „Þessar hrinur koma jafnt og þétt alltaf og það var mikil hrina fyrir um það bil tveimur árum sem menn hafa verið að gera sér töluverðan mat úr í sambandi við rannsóknir á jarðhitasvæðum á Reykjanesskaganum, og þetta er önnur hrina sem maður bjóst kannski ekki við að fá svona fljótt aftur, en það er ómögulegt að segja hvort þetta haldi áfram,“  segir Ólafur.   Hann telur líklegt að þetta muni hjaðna smám saman, að minnsta kosti sé þetta engin vísbending um eldgos.