Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Japan lagði Ísland að velli - Sjáðu mörkin

Mynd með færslu
 Mynd: ruv.is - Skjáskot

Japan lagði Ísland að velli - Sjáðu mörkin

03.03.2017 - 16:40
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 2-0 ósigur á móti Japan í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í fótbolta í dag. Yui Hasegawa skoraði bæði mörk Japana í leiknum. Fyrra markið á elleftu mínútu og það síðara á fimmtándu mínútu.

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari gerði 8 breytingar á byrjunarliði Íslands frá 1-1 jafnteflinu við Noreg á miðvikudag og þá spilaði Ísland líka annað leikkerfi á móti Japan í dag en liðið gerði í Noregsleiknum í fyrradag.

Síðasti leikur Íslands í riðlakeppni mótsins verður á móti Spáni á mánudag.

Mörk Yui Hasegawa í leiknum í dag má sjá hér fyrir neðan.

Mynd: ruv.is / Skjáskot
Fyrra mark Japans
Mynd: ruv.is / Skjáskot
Síðara mark Japans