Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Jane, Dennis og Annarr íslensk nöfn

12.05.2011 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Mannanafnanefnd hefur samþykkt að nöfnin Jane, Dennis og Annarr, með tveimur r-um, verði fært í mannanafnaskrá.

Mannanafnanefnd hafði hafnað nafninu Annarr í úrskurði í janúar en tók málið svo upp aftur í ljósi nýrra upplýsinga. Meðal annars kemur fram að þetta nafn kemur fyrir í Snorra-Eddu og því sé hægt að líta svo á að nafnið hafi öðlast hefð.

Nafnið Jane var samþykkt með því skilyrði að það væri borið fram eins og það væri skrifað, en ekki borið fram Djein eins og er gert á ensku. Þá tekur nafnið Dennis íslenskri beygingu og var því samþykkt.