Jafntefli í Kænugarði

epa05383818 Jon Dadi Bodvarsson (C) of Iceland celebrates with his teammates after scoring the 1-0 lead during the UEFA EURO 2016 group F preliminary round match between Iceland and Austria at Stade de France in Saint-Denis, France, 22 June 2016.
 Mynd: EPA

Jafntefli í Kænugarði

05.09.2016 - 20:43
Ísland og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppninni fyrir HM 2018.

Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands strax á fimmtu mínútu leiksins en Andriy Yarmolenko jafnaði metin á 41. mínútu.

Flestum leikjum kvöldsins í undankeppni fyrir HM í Rússlandi er lokið en heil umferð varð spiluð í riðlum I, G og D. Leik Albaníu og Makedóníu er þó ekki lokið en leikurinn var stöðvaður á 77. mínútu vegna vonskuveðurs.

Í I-riðli, riðli Íslands, lauk öllum leikjunum með 1-1 jafntefli. Króatía og Tyrkland áttust við en þar var það Ivan Rakitic sem skoraði mark Króata úr vítaspyrnu en Hakan Calhanoglu jafnaði fyrir Tyrki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir hefðbundinn leiktíma fyrri hálfleiks. Leik Finnlands og Kosóvó lauk einnig með 1-1 jafntefli, Paulus Arajuuri gerði mark Finna á 18. mínútu en Valon Berisha jafnaði fyrir Kosóvó úr vítaspyrnu. Liðin eru því öll með eitt stig eftir fyrstu umferð.

Lokatölur í D og G-riðli

D-riðill
Wales 4 – 0 Moldóva
Serbía 2 – 2 Írland
Georgía 1 – 2 Austurríki

G-riðill
Spánn 8 – 0 Liechtenstein
Albanía 1 – 1 Makedónía (flautaður af vegna veðurs)
Ísrael 1 – 3 Ítalía