Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Jafnist á við að kaupa sér nýfætt barn

23.04.2015 - 19:23
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Staðgöngumæðrun gegn greiðslu og sala á kynfrumum leiðir til markaðsvæðingar barneigna. Þetta sagði dósent við bandarískan háskóla í fyrirlestri í Háskólanum á Akureyri. Hann segir engan siðferðilegan mun á því að borga fyrir staðgöngumæðrun og að kaupa nýfætt barn.

Dr. Dien Ho er dósent í heimspeki og siðfræði heilbrigðisþjónustu við MCPHS Háskólann í Boston. Í fyrirlestri í Háskólanum á Akureyri ræddi hann staðgöngumæðrun gegn greiðslu, sem viðgengst víða í heiminum. Og hann heldur því fram að á þessu sé enginn munur og hreinlega að kaupa ungabörn.  

Að borga fyrir að gerast foreldri hafi meðal annars viðgengist lengi í Bandaríkjunum. Meðal annars með ábatasömum ættleiðingum og frjósemismeðferð. Þar sé víða erfitt að breyta lögum og ástæðan eigi sér bæði rætur í pólitík og menningu. En þegar við eignumst börn eigi peningar ekki að spila þar inni í.

 

 

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV