Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Ítrekar viðvaranir gegn hakakrosstöflum

10.11.2015 - 11:08
LSD-tafla með hakakrossi.
 Mynd: Lögreglan á Suðurnesjum
Nýlega varð piltur á Suðurnesjum fárveikur eftir að hafa tekið fíkniefni í töflu sem merkt var með hakakrossi. Lögregla þurfti að hafa afskipti af honum, því pilturinn kom heim til sín að næturlagi, ofsafenginn og til alls vís að því er segir í tilkynningu hennar.

 Hann beitti mann ofbeldi en datt svo froðufellandi í gólfið og kastaði upp. Lögregla var kölluð til og við húsleit fundust tvær töflur merktar með hakakrossi í herbergi piltsins. Lögregla ítrekar aðvaranir vegna þessarra taflna, mörg mál hafi komið upp þar sem þeir sem tekið hafa töflurnar séu gjörsamlega út úr heiminum og stórhættulegir sjálfum sér og öðrum.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV