Ísraelsher hefur gert loftárásir á tólf skotmörk í Sýrlandi í dag eftir að ísraelsk herþota var skotin niður í morgun, á heimleið úr árásarferð í Sýrlandi. Vélin hrapaði til jarðar í Gólanhæðum, Ísraelsmegin við sýrlensku landamærin, en flugmennirnir komust af.