Ísold besti alþjóðlegi leikstjórinn á Sundance

Mynd með færslu
Ísold Uggadóttir leikstjóri (2. f.v.) ásamt aðalleikurum myndarinnar Andið eðlilega, þeim Patrik Nökkva Péturssyni, Kristínu Þóru Haraldsdóttur og Babetidu Sadjo. Mynd: Ísold Uggadóttir - Ísold Uggadótir

Ísold besti alþjóðlegi leikstjórinn á Sundance

28.01.2018 - 06:31

Höfundar

Ísold Uggadóttir var í gærkvöld verðlaunuð sem besti leikstjórinn í flokki alþjóðlegra kvikmynda, á Sundance-kvikmyndahátíðinni sem haldin er árlega í Park City í Utah í Bandaríkjunum. Mynd hennar, Andið eðlilega, var einnig tilnefnd sem besta kvikmyndin í flokki alþjóðlegra kvikmynda, en hún laut í lægra haldi fyrir tyrknesku kvikmyndinni Fiðrildi. Kvikmynd Ísoldar hefur fengið mikið lof gagnrýnenda, sem líkja henni meðal annars við myndir breska leikstjórans og samfélagsrýnisins Ken Loach.

Í myndinni segir frá því hvernig líf flóttakonu frá Gíneu-Bissá, sem gripin er á Keflavíkurflugvelli með falsað vegabréf, og íslensku landamæraeftirlitskonunnar sem stendur hana að verki fléttast saman um hríð.

Kvikmyndin The Miseducation of Cameron Post," dramatísk mynd um það vægast sagt umdeilda athæfi að reyna að „lækna" samkynhneigða af kynhneigð sinni með hinum og þessum meðferðarúrræðum, hlaut aðalverðlaun keppninnar. 
 

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Okkur finnst við þegar hafa unnið“

Kvikmyndir

Andið eðlilega fær lofsamlega dóma á Sundance