Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Íslenskum vörum hugsanlega fargað

13.08.2015 - 16:20
epa04879988 Russian Prime Minister Dmitry Medvedev picks an apple while visiting an apple garden of Tsentralnoye experimental production farm of the North Caucasus Zone Scientific Research Institute of Gardening and Wine Growing in the village of Vodniki
 Mynd: EPA - RIA NOVOSTI POOL
Viðskiptabann Rússa gegn Íslandi nær ekki til lambakjöts, ærkjöts, hrossakjöts og niðursoðins fiskmetis í dósum. Íslenskar vörur verða ekki tollafgreiddar og hætta er á því að vörum verði fargað á landamærunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Í tilkynningunni kemur enn fremur að íslensk stjórnvöld harmi þá ákvörðun rússneskra yfirvalda að bæta Íslandi á lista yfir þau lönd sem sæta innflutningsbanni til Rússlands. „Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytisins liggur fyrir að íslenskar vörur verði ekki tollafgreiddar og hætta sé á að vörum verði fargað á landamærunum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Viðskiptabannið nær ekki til lambakjöts, ærkjöts, hrossakjöts og niðursoðins fiskmetis í dósum.  „Ljóst er að bannið felur í sér að íslenskum fyrirtækjum verður ekki lengur unnt að markaðssetja sjávarafurðir í Rússlandi,“ segir ráðuneytið.

Ráðuneytið segir að Ísland mun halda áfram því samtali sem ráðherrar og embættismenn hafa átt við Rússa á síðustu vikum til að draga úr áhrifum þessarar ákvörðunar.