Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Íslenskum hvalveiðum mótmælt í S-Afríku

14.04.2014 - 07:54
Mynd með færslu
 Mynd:
Flutningaskipið Alma, sem flytur 2.000 tonn af langreyðarkjöti frá Íslandi til Japan, hætti við að sækja vistir og eldsneyti í hafnarborginni Durban í Suður Afríku vegna fjölmennra mótmæla gegn hvalveiðum.

Yfir 20 þúsund manns tóku þátt í mótmælum Grænfriðunga í borginni síðustu þrjá daga. Ríkisútvarpið í Suður Afríku greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Markmið mótmælanna var að fá hafnaryfirvöld til að neita flutningaskipinu um aðgang og þjónustu í höfninni. Grænfriðungar hafa farið fram á það við suður afrísk stjórnvöld að þau þrýsti á hafnarborgir Afríku til að neita flutningaskipinu um þjónustu.