Íslensku legókubbarnir

Mynd með færslu
 Mynd:

Íslensku legókubbarnir

29.09.2014 - 10:13
Legókubbar hafa um áratugaskeið verið ein vinsælustu leikföng íslenskra barna. Flestir tengja þessi leikföng við bæinn Billund á Jótlandi, þar sem höfuðstöðvar Legó er að finna, en færri vita að kubbarnir voru líka framleiddir á Íslandi í rúma tvo áratugi.

Um miðjan sjötta áratuginn keypti Reykjalundur, sem þá var sjúkrahús fyrir berklasjúklinga, plastverksmiðju svo skapa mætti verkefni fyrir vistfólkið. Samningar náðust við Legó um leyfi til framleiðslu, og mun það einsdæmi að fyrirtækið hafi heimilað öðrum að framleiða kubbana.

Fyrstu árin var framleiðslan þó ekki undir merkjum Legó heldur S.Í.B.S. - Sambands íslenskra berklasjúklinga. S.Í.B.S.-kubbarnir slógu strax í gegn hjá þjóðinni og líklega hafa vinsældirnar haft eitthvað með það að gera að framleiðslan var í þágu góðs málefnis.

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.

Svo er Landinn á FacebookInstagram og YouTube. Kíkið endilega á okkur þar!