Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Íslenska þjóðfylkingin í Suðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt fullmannaðan framboðslista fyrir Suðvesturkjördæmi. Þetta er fyrsti fullmannaði framboðslistinn sem Íslenska þjóðfylkingin birtir fyrir Alþingiskosningarnar 2016. Helgi Helgason, formaður flokksins og stjórnmálafræðingur leiðir listann. Í öðru sæti er Sigurlaug Oddný Björnsdóttir og í því þriðja Hjördís Diljá Bach.

RÚV mun kynna öll framboð sem hafa fengið úthlutað listabókstaf frá innanríkisráðuneytinu og eru tilbúin með framboðslista í minnst einu kjördæmi og hefst kosningaumfjöllunin í sjónvarpi á fimmtudag. Þar munu leiðtogar flokkanna sitja fyrir svörum.

Fullmannaður listi Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi er svona:

 1. Helgi Helgason, stjórnmálafræðingur og formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar
 2. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
 3. Hjördís Diljá Bech, félagsliði
 4. Örn Björnsson, eldri borgari
 5. Geir Harðarson, kerfisstjóri
 6. Elísabet Albertsdóttir, bílstjóri
 7. Sveinbjörn Guðmundsson, verslunarmaður
 8. Egill Þór Hallgrímsson, nemi
 9. Sigurður Pétur Hannesson, bílstjóri
 10. Jón Björnsson, eldri borgari og öryrki
 11. Guðmundur Bjarnason, sölumaður
 12. Ólafur Einarsson, stýrimaður
 13. Inga Harðardóttir, kennari og öryrki
 14. Gunnar M. Ólafsson, skipstjóri
 15. Guðlaug Jónsdóttir, kennari
 16. Jón Oddur Guðmundsson, rafvirki
 17. Guðmundur Tómasson, sölumaður
 18. Jón Sævar Ólafsson, öryrki
 19. Helga Björnsdóttir, eldri borgari
 20. Lilja Lind Helgadóttir, nemi
 21. Jörundur Guðmundsson, veitingamaður
 22. Monique Vala Körner Olafsson, sjúkraliði
 23. Hildur Guðbrandsdóttir, eldri borgari
 24. Jón Ingi Magnússon, húsasmiður
 25. Valgarður Matthíasson , nemi
 26. Þuríður Erla Erlingsdóttir, eldri borgari