Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Íslenska óperan pantar nýtt verk eftir Daníel

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Íslenska óperan pantar nýtt verk eftir Daníel

30.08.2019 - 19:54

Höfundar

Íslenska óperan hefur pantað næstu óperu eftir Daníel Bjarnason tónskáld. Óperan fjallar um síðustu aftökuna á Íslandi og verður texti hennar saminn af einum eftirsóttasta líbrettista heims.

Íslenska óperan hefur pantað  næstu óperu eftir Daníel Bjarnasyni sem verður byggð á sögu Agnesar, sem tekin var af lífi árið 1830 fyrir morðin á Illugastöðum. Textinn verður samin af Kanadamanninum Royce Vavrek sem er einn eftirsóttasti líbrettistinn sem völ er á í dag. Þetta kom fram í beinni útsendingu á RÚV þar sem farið var yfir komandi menningarvetur.

Fyrsta ópera Daníels Bjarnasonar, Brothers, hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi og fengið mörg virt verðlaun. Fyrir skömmu sló hún í gegn á Armel óperuhátíðinni í Budapest 2. júlí í uppfærslu Íslensku óperunnar. Gagnrýnandi Opera Portal lofaði mjög uppsetninguna og sagði hana eina bestu samtímaóperu sem hann hafi séð.

Mynd með færslu
 Mynd: Jyske Opera
Úr óperunni Brothers.

„Það er mjög mikilvægt að Íslenska óperan eigi frumkvæði að því að nýjar íslenskar óperur séu samdar og fluttar ekki bara hérlendis heldur fái einnig alþjóðlegan sýnileika. Við erum stolt af því að leggja okkar af mörkum með því að panta næstu óperu af Daníel Bjarnasyni sem er eitt okkar virtasta tónskáld. Það er mikið tilhlökkunarefni að sviðsetja óperuna og deila með þjóðinni,“ segir Steinunn Birna óperustjóri.

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Segir óperu Daníels með bestu verkum samtímans

Tónlist

Brothers í Búdapest

Klassísk tónlist

Bræður á bak við tjöldin

Leiklist

Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu